Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri. Ástandið hefur hins vegar sjaldan verið jafn slæmt og nú. Embættismenn segja að rúmlega fimmtíu þúsund manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín í ríkinu og mun þeim líklega fjölga. Um þúsund byggingar hafa orðið eldi að bráð.
Allt í allt berjast slökkviliðsmenn Kaliforníu, og annarra ríkja sem hafa komið þeim til aðstoðar, við sautján stóra skógarelda. Bara í júlí hefur ríkið hefur varið um fjórðungi af því fé sem lagt var til varna gegn skógareldum á árinu. Júlí er fyrsti mánuðurinn í fjárhagsári Kaliforníu.
Auk þess hefur þjóðvarðlið Kaliforníu verið kallað til aðstoðar.
Thank you for the 16 states that have & are sending fire resources to California to help battle the #CarrFire, #MendocinoComplex, #FergusonFire, #WhalebackFire and #CranstonFire. These resources will be helpful in increasing containment on these large wildfires. pic.twitter.com/aySHXaClH2
— CAL FIRE (@CAL_FIRE) July 30, 2018
Dangerous, deadly fires have broken out across California and the western U.S., seen shrouded in smoke from space by our @NASAEarth-observing satellites. Imagery like this is available to first responders, with red dots showing active burning. Take a look: https://t.co/pSgVKqJVz8 pic.twitter.com/Q5BThT1Rxg
— NASA (@NASA) July 30, 2018