Erlent

Kalifornía stendur í ljósum logum

Samúel Karl Ólason skrifar
Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.
Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri. Vísir/AP
Tveir skógareldar í norðurhluta Kaliforníu ógna um tíu þúsund heimilum á svæðinu. Eldarnir tveir hafa hingað til brennt minnst 277 ferkílómetra og sjö heimili. Í um hundrað og sextíu kílómetra fjarlægð er svo annar stór skógareldur þar sem sex mann hafa dáið. Alls eru átta látnir í ríkinu og er nítján saknað.



Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri. Ástandið hefur hins vegar sjaldan verið jafn slæmt og nú. Embættismenn segja að rúmlega fimmtíu þúsund manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín í ríkinu og mun þeim líklega fjölga. Um þúsund byggingar hafa orðið eldi að bráð.

Allt í allt berjast slökkviliðsmenn Kaliforníu, og annarra ríkja sem hafa komið þeim til aðstoðar, við sautján stóra skógarelda. Bara í júlí hefur ríkið hefur varið um fjórðungi af því fé sem lagt var til varna gegn skógareldum á árinu. Júlí er fyrsti mánuðurinn í fjárhagsári Kaliforníu.

Auk þess hefur þjóðvarðlið Kaliforníu verið kallað til aðstoðar.

 

Tólf þúsund slökkviliðsmenn berjast gegn eldunum sautján sem hafa stigmagnast vegna mikilla þurrka og mikilla vinda. Þá er áætlað að um 129 milljónir dauðra trjáa í ríkinu, sem hafa drepist vegna þurrka og sýkinga, hafi ollið mikilli dreifingu skógarelda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×