„Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“
Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs.
„Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“
Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan.
„Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“
Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.