Aron Ingi Davíðsson hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið NOGO en Aron vakti fyrst athygli í samfélagsmiðlahópinum Áttan og fór með eitt aðalhlutverkið í laginu NEINEI.
Aron hætti á dögunum í Áttunni til að einbeita sér að sólóferli sínum.
Fyrir helgi gaf Aron út myndband við lagið sjálft og er það af dýrari gerðinni en Aron leikstýrði myndbandinu sjálfur.