Innlent

Fangageymslur nánast fullar eftir nóttina

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm
Erilsöm nótt að baki hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Fangageymslur eru nánast fullar vegna mála frá því í gærkvöldi og í nótt. Alls voru höfð afskipti af 5 ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, og af 6 ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum annarra fíkniefna. Auk þess var skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur lokað þar sem einhverjir af gestum staðarins voru undir aldri. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun.

Um hálf eitt í nótt kom ökumaður upp um sig með því að fara yfir móti rauðu ljósi og var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Rétt fyrir eitt var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bæði hann og farþegi í bílnum voru með fíkniefni á sér og eggvopn fannst í bifreiðinni. Klukkan 5 í morgun var svo ökumaður vistaður í fangageymslu vegna gruns um ölvun við akstur og aðildar að umferðaóhappi á Hringbraut.

3 aðrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og 5 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim síðarnefndu var einn aðili að umferðaróhappi, með fíkniefni á sér og hótaði lögreglumönnum. Annar var á röngum skráningarnúmerum, með fíkniefni á sér og verður einnig kærður fyrir vopnalagabrot.

Skemmtistað var svo lokað vegna þess að nokkrir gesta hans voru undir aldri. Staðurinn er í efri byggðum Reykjavíkur og er þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×