Sport

Ásdís líklega úr leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir á HM í frjálsum íþróttum í London í fyrra þar sem bakmeiðslin trufluðu hana í úrslitunum
Ásdís Hjálmsdóttir á HM í frjálsum íþróttum í London í fyrra þar sem bakmeiðslin trufluðu hana í úrslitunum Vísir/Getty
Ásdís Hjálmsdóttir er að öllum líkindum úr leik í keppni í spjótkasti á EM í frjálsum í Berlín.

Ásdís var í fyrri kasthóp spjótkastsins. Hennar lengsta kast var 58,64 metrar sem skilaði henni í 8. sæti.

Kasta þurfti yfir 60,50 metra til þess að komast örugglega áfram í úrslit en annars komast 12 efstu úr báðum kasthópum áfram. Það verður að teljast ólíklegt að aðeins fjórar úr seinni kasthópnum kasti lengra en Ásdís og því er hún að öllum líkindum úr leik.

Lengsta kast Ásdísar kom strax í fyrstu tilraun. Hún gerði ógilt í öðru kasti sínu og kastaði svo 56,41 í þriðju tilraun.

Endanleg úrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir hádegið þegar seinni kasthópurinn lýkur keppni, þær byrja að kasta klukkan 11:50 að íslenskum tíma. 



Besti árangur Ásdísar er Íslandsmet hennar frá því á síðasta ári 63,43 metrar. Hún á best á árinu 60,43 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×