Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:02 Leigubílstjórar minntust félaga sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi á þessu ári. vísir/getty New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði. Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði.
Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00