Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Audi Q7 e-tron, ekki ósvipaður þeim sem forstjóri Landsvirkjunar ekur. Vísir/Getty Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent