Fótbolti

KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erik Hamrén.
Erik Hamrén. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla.

Á fundinum mun Erik Hamren að öllum líkindum verða tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari.

Á dögunum greindi Heimir Hallgrímsson frá því að hann yrði ekki áfram með liðið. Í gærkvöldi staðfesti suður-afríska félagið Mamelodi Sundowns að Hamren hefði sagt upp stafi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu til þess að taka við íslenska liðinu.

KSÍ hefur hingað til ekkert tjáð sig um málið en það kemur í ljós á morgun hvort Svíinn taki við liðinu.

Næsta verkefni íslenksa liðsins eru leikir við Belga og Svisslendinga í Þjóðardeildinni í byrjun september.


Tengdar fréttir

Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren

Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×