„Keðjun“ er framtíðin í akstri flutningabíla Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2018 06:00 Flutningabílar MAN við prófanir á hraðbrautum Þýskalands. Trukkabílaframleiðandinn MAN bauð blaðamönnum um daginn í heimsókn til Berlínar að kynna sér nýjungar í framleiðslu fyrirtækisins þekkta, sem er með höfuðstöðvar í München. Bílablaðamaður Fréttablaðsins var einn þeirra og fékk að kynnast þeirri hröðu þróun sem er í tæknivæðingu og þróun flutningabíla, hvort sem þeir eru ætlaðir fyrir vörur, fólk eða grjóthnullunga. MAN framleiðir líka breiða línu sendibíla sem eru nú óðum að rafmagnsvæðast, en trukkaframleiðsla MAN spannar frá þriggja tonna bílum upp í trukka sem bera 250 tonn með eigin þyngd.Blaðamönnum sýnd virkni sjálfakandi flutningabíla Það sem ef til vill mesta athygli vakti á þessari kynningu MAN er þróun búnaðar fyrir flutningabíla sem leyfir þeim að aka um hraðbrautirnar í lest með svo stutt á milli bíla (10-15 metra) að eyðsla þeirra minnkar um 15%. Þetta kalla þeir hjá MAN og víðar „Platooning“. Það sem meira er með virkni búnaðarins, þá er meiningin að flutningabílarnir verði mannlausir, nema fremsti bíll. Ef til vill endar það þannig að allir flutningabílar verða mannlausir og mun slíkt spara mikla fjármuni í formi launa og lækka með því flutningskostnað til mikilla muna. Tæknilausnin er sannarlega til staðar og sýndi MAN fram á virkni hennar á flugbraut sem fyrirtækið fékk að láni, en hún er ein af flugbrautum nýs flugvallar sem meiningin er að taka í notkun rétt fyrir utan Berlín. Þar ók fremsti trukkur með ökumanni en þar á eftir kom annar og í honum sátu blaðamenn ásamt starfsmanni MAN sem sýndi þeim hvernig þessi búnaður virkar. Búnaðurinn svínvirkaði, enda búið að mála línur líkt og á hraðbrautum á flugbrautina. Prófanir hafnar milli München og Nürnberg MAN hefur þegar hafið raunverulegar prófanir á þessum „Platooning“-búnaði í nokkrum bíla sinna sem aka á milli München „Platooning“ (keðjun) er framtíðin í akstri flutningabíla Mannlausir flutningabílar munu brátt aka um hraðbrautirnar með stutt bil á milli bíla og reyndar eru tilraunir þegar hafnar. Þessi tilhögun minnkar verulega eyðslu bílanna og er í leiðinni umhverfisvæn. MAN er einnig framarlega í þróun sendibíla og rúta sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Flutningabílar MAN við prófanir á hraðbrautum Þýskalands. og Nürnberg á A9 hraðbrautinni. „Platooning“-tæknin er ekki enn orðin lögleg en þýsk yfirvöld hafa leyft mannaðar prófanir og fylgjast vel með þróuninni. Ef hún reynist örugg sparast mikið eldsneyti og mengun bílanna minnkar að sama skapi mikið. MAN segir að auk þess verði akstur flutningabílanna öruggari og getur búnaðurinn t.d. bremsað innan 5 millisekúndna, eða mun hraðar en nokkur lifandi maður getur brugðist við, ef hægist á ökutækinu fyrir framan. Fleiri trukkaframleiðendur eru að þróa sams konar búnað og sem betur fer hafa þeir allir borið gæfu til að samræma aðgerðir sínar með þeim hætti að hann virkar á milli bílgerða og það mun hraða þróun búnaðarins og stytta tímann þar til hægt verður að treysta alfarið á þessa lausn, umhverfinu, neytendum og ökumönnum til góðs. Rafbílavæðing sendibílaflotans Blaðamönnum gafst einnig tækifæri til að prófa hreinræktaða rafmagnsútgáfu af sendibílum MAN og nýtti greinarritari það tækifæri vel og sannreyndi að þar fara skemmtilegir bílar. Eitt það skemmtilegasta við að aka slíkum sendibílum er hve miklu meira upptak þeir hafa en hinir hefðbundnu sendibílar MAN, sem einnig voru til prófunar til samanburðar. Verða sendibílar MAN frá 3 til 26 tonnum í boði eingöngu drifnir áfram af rafmagni. Það er ekki minna unnið með því að rafvæða sendibíla en heimilisbíla þar sem sendibílar eru tíðum í miðborgum Evrópu og menga þar mikið með sínar dísilvélar, þ.e. hingað til, en því ætlar MAN að breyta. Auk þess að rafmagnsbílarnir verði mengunarlausir þá eru þeir líka hljóðlausir og hver vill ekki losna við símal andi og háværa sendibíla í sinni borg. Næsta skref hjá MAN er að rafvæða einnig rútur sínar og er sú þróun þegar hafin og í fyrstu mætti nota slíkar rútur í tilfelli þeirra sem mest erindi eiga inni í borgum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent
Trukkabílaframleiðandinn MAN bauð blaðamönnum um daginn í heimsókn til Berlínar að kynna sér nýjungar í framleiðslu fyrirtækisins þekkta, sem er með höfuðstöðvar í München. Bílablaðamaður Fréttablaðsins var einn þeirra og fékk að kynnast þeirri hröðu þróun sem er í tæknivæðingu og þróun flutningabíla, hvort sem þeir eru ætlaðir fyrir vörur, fólk eða grjóthnullunga. MAN framleiðir líka breiða línu sendibíla sem eru nú óðum að rafmagnsvæðast, en trukkaframleiðsla MAN spannar frá þriggja tonna bílum upp í trukka sem bera 250 tonn með eigin þyngd.Blaðamönnum sýnd virkni sjálfakandi flutningabíla Það sem ef til vill mesta athygli vakti á þessari kynningu MAN er þróun búnaðar fyrir flutningabíla sem leyfir þeim að aka um hraðbrautirnar í lest með svo stutt á milli bíla (10-15 metra) að eyðsla þeirra minnkar um 15%. Þetta kalla þeir hjá MAN og víðar „Platooning“. Það sem meira er með virkni búnaðarins, þá er meiningin að flutningabílarnir verði mannlausir, nema fremsti bíll. Ef til vill endar það þannig að allir flutningabílar verða mannlausir og mun slíkt spara mikla fjármuni í formi launa og lækka með því flutningskostnað til mikilla muna. Tæknilausnin er sannarlega til staðar og sýndi MAN fram á virkni hennar á flugbraut sem fyrirtækið fékk að láni, en hún er ein af flugbrautum nýs flugvallar sem meiningin er að taka í notkun rétt fyrir utan Berlín. Þar ók fremsti trukkur með ökumanni en þar á eftir kom annar og í honum sátu blaðamenn ásamt starfsmanni MAN sem sýndi þeim hvernig þessi búnaður virkar. Búnaðurinn svínvirkaði, enda búið að mála línur líkt og á hraðbrautum á flugbrautina. Prófanir hafnar milli München og Nürnberg MAN hefur þegar hafið raunverulegar prófanir á þessum „Platooning“-búnaði í nokkrum bíla sinna sem aka á milli München „Platooning“ (keðjun) er framtíðin í akstri flutningabíla Mannlausir flutningabílar munu brátt aka um hraðbrautirnar með stutt bil á milli bíla og reyndar eru tilraunir þegar hafnar. Þessi tilhögun minnkar verulega eyðslu bílanna og er í leiðinni umhverfisvæn. MAN er einnig framarlega í þróun sendibíla og rúta sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Flutningabílar MAN við prófanir á hraðbrautum Þýskalands. og Nürnberg á A9 hraðbrautinni. „Platooning“-tæknin er ekki enn orðin lögleg en þýsk yfirvöld hafa leyft mannaðar prófanir og fylgjast vel með þróuninni. Ef hún reynist örugg sparast mikið eldsneyti og mengun bílanna minnkar að sama skapi mikið. MAN segir að auk þess verði akstur flutningabílanna öruggari og getur búnaðurinn t.d. bremsað innan 5 millisekúndna, eða mun hraðar en nokkur lifandi maður getur brugðist við, ef hægist á ökutækinu fyrir framan. Fleiri trukkaframleiðendur eru að þróa sams konar búnað og sem betur fer hafa þeir allir borið gæfu til að samræma aðgerðir sínar með þeim hætti að hann virkar á milli bílgerða og það mun hraða þróun búnaðarins og stytta tímann þar til hægt verður að treysta alfarið á þessa lausn, umhverfinu, neytendum og ökumönnum til góðs. Rafbílavæðing sendibílaflotans Blaðamönnum gafst einnig tækifæri til að prófa hreinræktaða rafmagnsútgáfu af sendibílum MAN og nýtti greinarritari það tækifæri vel og sannreyndi að þar fara skemmtilegir bílar. Eitt það skemmtilegasta við að aka slíkum sendibílum er hve miklu meira upptak þeir hafa en hinir hefðbundnu sendibílar MAN, sem einnig voru til prófunar til samanburðar. Verða sendibílar MAN frá 3 til 26 tonnum í boði eingöngu drifnir áfram af rafmagni. Það er ekki minna unnið með því að rafvæða sendibíla en heimilisbíla þar sem sendibílar eru tíðum í miðborgum Evrópu og menga þar mikið með sínar dísilvélar, þ.e. hingað til, en því ætlar MAN að breyta. Auk þess að rafmagnsbílarnir verði mengunarlausir þá eru þeir líka hljóðlausir og hver vill ekki losna við símal andi og háværa sendibíla í sinni borg. Næsta skref hjá MAN er að rafvæða einnig rútur sínar og er sú þróun þegar hafin og í fyrstu mætti nota slíkar rútur í tilfelli þeirra sem mest erindi eiga inni í borgum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent