Skaftá heldur áfram að vaxa Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:53 Mynd sem fréttamaður Stöðvar 2 tók af Eldvatni nú í kvöld. Áin var dökk en enga brennisteinslykt var að finna. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni. Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni.
Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50