Tónlist

Vök gefur út nýtt lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýtt lag frá Vök.
Nýtt lag frá Vök.
Hljómsveitin Vök gefur í dag út nýtt lag sem ber heitið Autopilot og gefur góð fyrirheit um væntanlega plötu frá sveitinni.

Lagið var hljóðritað í London með upptökustjóranum James Earp sem er marg verðlaunaður upptökustjóri best þekktur fyrir verkefni með Gryffin og Nina Nesbitt.

Autopilot er það fyrsta sem við fáum að heyra af nýju efni frá Vök síðan þau gáfu út breiðskífu sína Figure snemma árs 2017 en sveitin vann einmitt plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í raftónlistar flokknum en sveitin var tilnefnd til fimm verðlauna.

Vök er stödd í Þýskalandi sem stendur að spila á síðustu tónlistarhátíðum sumarsins og stefnir á tónleika í Bandaríkjunum í haust og á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni hér heima í Nóvember ásamt því að vinna að nýrri plötu. Hér að neðan má hlust á lagið sem er komið inn á Spotify.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.