Íssólgnir landsmenn láta veður ekki á sig fá Jónas Már Torfason skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Ísmaðurinn Daníel nýkominn úr ferð í Skagafjörð. Fréttablaðið/Þórsteinn Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira