Vísar því á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15