Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:00 Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira