Hagkvæmara húsnæði Eyþór Arnalds skrifar 1. ágúst 2018 08:05 Húsnæðisvandinn í Reykjavík hefur orðið til þess að margir flytja í önnur sveitarfélög. Reykjanesbær og Árborg vaxa. Ungt fólk sem vill halda tryggð við hverfið sitt býr í meiri mæli enn í foreldrahúsum. Og svo hefur sá hópur vaxið hraðast sem hefur ekkert heimili; heimilislausir eru nú tvöfalt fleiri í Reykjavík en fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Margt bendir til að vandinn sé heimatilbúinn. Skortur á hagkvæmum lóðum í Reykjavík, há byggingarréttargjöld og þungt stjórnkerfi hefur hækkað verð á íbúðum í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt fram tillögur til úrbóta. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningarnar lögðum við til að breytt væri skipulagi borgarinnar. Íbúðir væru leyfðar í Örfirisey, BSÍ reit, Keldum og Úlfarsárdal.Breytum kerfinu Bent hefur verið á að Reykjavík sé frekar dreifbýl borg. Það ætti því að vera tiltölulega ódýrt að þétta borgina. Sú leið að byggja nær eingöngu í grónum hverfum er hins vegar dýr. Með því að fara þá leið sem við höfum boðað myndi Reykjavík geta verið raunhæfur valkostur fyrir íbúðakaupendur. Og leigjendur. Annað sem við höfum lagt til er að byggingarréttargjaldi sé stillt í hóf. Þriðja atriðið er að kerfið verði einfaldara og skilvirkara. Með þessum þremur atriðum má lækka kostnað mikið, en talið er að eiginlegur byggingarkostnaður sé ekki nema rúmlega helmingur kostnaðarins. Hátt í helmingur fer í byggingarréttinn, hönnun, tafir samkvæmt tölum frá Samtökum Iðnaðarins. Rót vandans þarf að leysa. Samhliða þarf að fara í neyðarúrræði fyrir þá sem eru heimilislausir. Vandi þeirra er vandi okkar allra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Húsnæðismál Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn í Reykjavík hefur orðið til þess að margir flytja í önnur sveitarfélög. Reykjanesbær og Árborg vaxa. Ungt fólk sem vill halda tryggð við hverfið sitt býr í meiri mæli enn í foreldrahúsum. Og svo hefur sá hópur vaxið hraðast sem hefur ekkert heimili; heimilislausir eru nú tvöfalt fleiri í Reykjavík en fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Margt bendir til að vandinn sé heimatilbúinn. Skortur á hagkvæmum lóðum í Reykjavík, há byggingarréttargjöld og þungt stjórnkerfi hefur hækkað verð á íbúðum í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt fram tillögur til úrbóta. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningarnar lögðum við til að breytt væri skipulagi borgarinnar. Íbúðir væru leyfðar í Örfirisey, BSÍ reit, Keldum og Úlfarsárdal.Breytum kerfinu Bent hefur verið á að Reykjavík sé frekar dreifbýl borg. Það ætti því að vera tiltölulega ódýrt að þétta borgina. Sú leið að byggja nær eingöngu í grónum hverfum er hins vegar dýr. Með því að fara þá leið sem við höfum boðað myndi Reykjavík geta verið raunhæfur valkostur fyrir íbúðakaupendur. Og leigjendur. Annað sem við höfum lagt til er að byggingarréttargjaldi sé stillt í hóf. Þriðja atriðið er að kerfið verði einfaldara og skilvirkara. Með þessum þremur atriðum má lækka kostnað mikið, en talið er að eiginlegur byggingarkostnaður sé ekki nema rúmlega helmingur kostnaðarins. Hátt í helmingur fer í byggingarréttinn, hönnun, tafir samkvæmt tölum frá Samtökum Iðnaðarins. Rót vandans þarf að leysa. Samhliða þarf að fara í neyðarúrræði fyrir þá sem eru heimilislausir. Vandi þeirra er vandi okkar allra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar