Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:58 Ætla má að þessir viðskiptavinir hafi keypt iPhone X ef marka má sölutölur síðasta fjórðungs. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir. Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir.
Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira