Innlent

Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi

Andri Eysteinsson skrifar
Kosið er um breytingar á deiliskipulagi Selfoss.
Kosið er um breytingar á deiliskipulagi Selfoss. Mynd/Arborg.is
Fyrstu tölur úr íbúakosningum í Árborg hafa verið birtar og eru niðurstöður afgerandi.

Talin höfðu verið 2366 atkvæði og var kjörsókn tæp 55%, alls voru 6631 á kjörskrá og af þeim kusu 3640. Á kjörseðlinum var spurt tveggja spurninga, þær voru:

Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) til­lögu að breyt­ingu sem bæj­ar­stjórn Árborg­ar samþykkti hinn 21. fe­brú­ar 2018 á aðal­skipu­lagi Sel­foss vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar í miðbæ Sel­foss?

Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) til­lögu að breyt­ingu sem bæj­ar­stjórn Árborg­ar samþykkti hinn 21. fe­brú­ar 2018 á deili­skipu­lagi fyr­ir miðbæ Sel­foss?

Atkvæðin skiptust á þann veg að við fyrri spurningu voru hlynntir 1266 eða 54% , andvígir voru 946 eða 40% og auðir seðlar og ógildir 54. Við seinni spurningunni voru hlynntir 1305 eða 55%, andvígir voru 946 eða 40% og auðir seðlar og ógildir voru 115.

Útlit er fyrir að tillögurnar verði samþykktar en lokatölur munu berast um klukkan 22:00 í kvöld.


Tengdar fréttir

Stefnir í 50% kjörsókn

Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss.

Umdeild íbúakosning í Árborg í dag

Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×