Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2018 07:45 Sem stendur er ófært er um stræti og torg héraðshöfuðborgarinnar Kochi nema á fljótandi fararkosti. Fréttablaðið/EPA Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga. Kerala er syðst á Indlandi. Monsúntímabilið hófst í júní með tilheyrandi rigningum. Meðalársúrkoma í héraðinu er vanalega í kringum 3.000 millimetrar en þar af fellur ríflega helmingur í júní, júlí og ágúst. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 850 millimetrar. Frá 1. júní hefur úrkoman í Kerala hins vegar mælst ríflega 2.000 millimetrar eða um þriðjungi meira en í venjulega. Hið sama gildir um fjölmörg héruð Indlands en talið er að um sjö hundruð til viðbótar hafi farist í öðrum héruðum landsins frá því að monsúnregnið hófst. Eftir gífurlega rigningu síðustu daga lét náttúran undan og hafa skriður fallið í héraðinu og ár flætt yfir bakka sína. Fjölmargir hinna látnu lentu undir skriðum. Almannavarnastig í héraðinu er nú hið hæsta sem mögulegt er og hafa hundruð hermanna verið send á vettvang til koma fólki til aðstoðar. Úrhellið hefur hins vegar haft það í för með sér að allt björgunarstarf er afar torsótt. Björgunarfólk brúkar þyrlur og báta til verksins. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að fólk yfirgefi heimili sín og flýi upp á hæðir og hóla til að forðast vatnsflauminn. Vistum er dreift til fólks bæði úr lofti og á landi. Að minnsta kosti 220 þúsund manns hafast nú við í yfir 1.500 neyðarbúðum sem komið hefur verið fyrir í Kerala. „Við erum að verða vitni að einhverju sem hefur aldrei gerst áður í sögu Kerala,“ segir héraðsstjórinn, Pinarayi Vijayan. Stórir hlutar héraðshöfuðborgarinnar, Kochi, eru nú undir vatni. Straumurinn hefur numið á brott með sér byggingar og vegi auk þess sem járnbrautarteinar héraðsins eru ófærir. Sömu sögu er að segja af stórum plantekrum sem kemur til með að hafa áhrif á framleiðslu kaffis, tes, gúmmís og fjölmargra kryddjurta. Þá hefur flugvelli borgarinnar verið lokað og verður hann opnaður í fyrsta lagi eftir rúma viku. Sem fyrr segir er alvanalegt að gífurlegt úrhelli sé í héraðinu á þessum árstíma en árferðið nú er með versta móti. Það má að hluta rekja til nærliggjandi héraða. Regnið hefur verið svo mikið að raforkuframleiðendur hafa neyðst til að hleypa vatni úr uppistöðulónum. Það rennur síðan sem leið liggur í gegnum Kerala og eirir engu. Ríflega fjörutíu ár renna í gegnum héraðið á leið sinni út í Arabíuhafið og sem stendur eru áttatíu stíflur nú opnar til að freista þess að vernda mannvirkin. Umhverfisvísindamenn hafa einnig velt því upp að offors við skógarhögg á nærliggjandi svæðum hafi ekki orðið til þess að bæta úr skák. Óttast er að ástandið haldi áfram að versna en búist er við frekari úrkomu næstu daga. joli@frettabladid.is Tengdar fréttir Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28 Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga. Kerala er syðst á Indlandi. Monsúntímabilið hófst í júní með tilheyrandi rigningum. Meðalársúrkoma í héraðinu er vanalega í kringum 3.000 millimetrar en þar af fellur ríflega helmingur í júní, júlí og ágúst. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 850 millimetrar. Frá 1. júní hefur úrkoman í Kerala hins vegar mælst ríflega 2.000 millimetrar eða um þriðjungi meira en í venjulega. Hið sama gildir um fjölmörg héruð Indlands en talið er að um sjö hundruð til viðbótar hafi farist í öðrum héruðum landsins frá því að monsúnregnið hófst. Eftir gífurlega rigningu síðustu daga lét náttúran undan og hafa skriður fallið í héraðinu og ár flætt yfir bakka sína. Fjölmargir hinna látnu lentu undir skriðum. Almannavarnastig í héraðinu er nú hið hæsta sem mögulegt er og hafa hundruð hermanna verið send á vettvang til koma fólki til aðstoðar. Úrhellið hefur hins vegar haft það í för með sér að allt björgunarstarf er afar torsótt. Björgunarfólk brúkar þyrlur og báta til verksins. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að fólk yfirgefi heimili sín og flýi upp á hæðir og hóla til að forðast vatnsflauminn. Vistum er dreift til fólks bæði úr lofti og á landi. Að minnsta kosti 220 þúsund manns hafast nú við í yfir 1.500 neyðarbúðum sem komið hefur verið fyrir í Kerala. „Við erum að verða vitni að einhverju sem hefur aldrei gerst áður í sögu Kerala,“ segir héraðsstjórinn, Pinarayi Vijayan. Stórir hlutar héraðshöfuðborgarinnar, Kochi, eru nú undir vatni. Straumurinn hefur numið á brott með sér byggingar og vegi auk þess sem járnbrautarteinar héraðsins eru ófærir. Sömu sögu er að segja af stórum plantekrum sem kemur til með að hafa áhrif á framleiðslu kaffis, tes, gúmmís og fjölmargra kryddjurta. Þá hefur flugvelli borgarinnar verið lokað og verður hann opnaður í fyrsta lagi eftir rúma viku. Sem fyrr segir er alvanalegt að gífurlegt úrhelli sé í héraðinu á þessum árstíma en árferðið nú er með versta móti. Það má að hluta rekja til nærliggjandi héraða. Regnið hefur verið svo mikið að raforkuframleiðendur hafa neyðst til að hleypa vatni úr uppistöðulónum. Það rennur síðan sem leið liggur í gegnum Kerala og eirir engu. Ríflega fjörutíu ár renna í gegnum héraðið á leið sinni út í Arabíuhafið og sem stendur eru áttatíu stíflur nú opnar til að freista þess að vernda mannvirkin. Umhverfisvísindamenn hafa einnig velt því upp að offors við skógarhögg á nærliggjandi svæðum hafi ekki orðið til þess að bæta úr skák. Óttast er að ástandið haldi áfram að versna en búist er við frekari úrkomu næstu daga. joli@frettabladid.is
Tengdar fréttir Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28 Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28
Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28