Haukar notuðu sektarsjóðinn til að styrkja þjálfarann og systur hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:30 Úr leik Hauka í Inkasso deildinni fréttablaðið/andri marínó Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira