Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 15:57 Nauðsynlegt er að skoða aðra möguleika við framkvæmdir á nýjum Hvalfjarðargöngum. Vísir/Pjetur Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. Ráðast þarf í aðgerðir áður en umferð um göngin nær 8000 ökutækjum á dag en hún stendur nú í tæpum 7000 ökutækjum dag hvern. Lagt er til að grafin verði ný, breiðari göng með nýjum norðurmunna innar í Hvalfirði en nú er. Þetta kemur fram í greinargerð Vegagerðarinnar, sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti og Gísla Eiríkssyni, forstöðumanni jarðgangadeildar Vegagerðarinnar. Vegna ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á viðmiðunarstöðlum fyrir veggöng frá því að ný Hvalfjarðargöng voru hönnuð árið 2008 er talið nauðsynlegt nú að skoða aðra möguleika á tvöföldun ganganna.Fyrst og fremst skortur á neyðarútgöngum Á meðal viðmiðunarstaðlanna eru hertar öryggiskröfur um hámarkshalla ganga, upphengjur og festingar og neyðarbúnað á borð við flóttaljós. Fyrst og fremst er það þó skortur á neyðarútgöngum sem kallar á tvöföldun Hvalfjarðarganga, að því er fram kemur í greinargerðinni. Hafa reglugerðir um neyðarútganga verið túlkaðar á þá leið að þegar umferð í Hvalfjarðargöngum er komin í 8000 ökutæki á dag þurfi að vera til staðar neyðarútgangar en umferð um göngin í fyrra var rétt tæp 7000 ökutæki á dag. Því þykir ljóst að fyrr en seinna þarf að ráðast í aðgerðir til að bæta öryggi vegfaranda um Hvalfjarðargöng. Ný göng með norðurmunna innar í firðinum Í greinargerð Mannvits eru skoðaðar nokkrar leiðir til nýrra ganga. Svokölluð „Gangaleið 5“ er metin hagkvæmasti kostur til tvöföldunar ganganna, ef gert er ráð fyrir sömu umferðarskiptingu við norðurmunna ganganna og verið hefur frá opnun þeirra. Þessi leið yrði tæpum sex milljörðum dýrari en gangalausnin sem kynnt var árið 2008. Gangaleið 5 gerir ráð fyrir nýjum og breiðari göngum, samhliða gömlu göngunum, með tengingu milli ganganna og mest 5% halla. Þá yrðu útskot með 250 metra millibili. Munni sunnan megin fjarðar yrði á svipuðum stað en norðan fjarðar myndi gangaendi vísa til austurs og munni ganga á nýjum stað innar í Hvalfirði, milli Kúludalsár og Grafar.Þversnið núverandi Hvalfjarðarganga borið saman við þversnið nýrra ganga.Skjáskot/Vegagerðin/MannvitÞversnið ganganna yrði 10,5 m í veghæð og gert er ráð fyrir tvístefnu göngunum en 1 m breiðu bili milli akreina, eins og sjá má á mynd. Núverandi göng yrðu áfram notuð á leið til Akraness en ný göng fyrir þá sem eiga erindi til Grundartanga eða áfram norður og vestur. Þá yrðu neyðarútgangar fjórtán talsins. Þessi nýju göng myndu uppfylla staðal fyrir veggöng með umferð upp að 12 þúsund ökutækjum á dag. Í greinargerðinni segir þó að geri þyrfti ráð fyrir neyðarrýmum án útgangs á stórum hluta leiðar, sem talinn er ókostur. „Ókostur gangaleiðar 5 er að tvístefnuakstursumferð yrði eftir sem áður í báðum göngum. Slysatíðni reiknast vera svipuð í göngum með einstefnu og tvístefnu akstri, en alvarleiki slysa í einstefnu göngum er mun minni. Reikningslegur ávinningur færri alvarlegra slysa í einstefnugöngum vegur hins vegar lítið á móti styttingu leiðar,“ segir í greinargerðinni. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22. apríl 2018 20:00 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. Ráðast þarf í aðgerðir áður en umferð um göngin nær 8000 ökutækjum á dag en hún stendur nú í tæpum 7000 ökutækjum dag hvern. Lagt er til að grafin verði ný, breiðari göng með nýjum norðurmunna innar í Hvalfirði en nú er. Þetta kemur fram í greinargerð Vegagerðarinnar, sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti og Gísla Eiríkssyni, forstöðumanni jarðgangadeildar Vegagerðarinnar. Vegna ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á viðmiðunarstöðlum fyrir veggöng frá því að ný Hvalfjarðargöng voru hönnuð árið 2008 er talið nauðsynlegt nú að skoða aðra möguleika á tvöföldun ganganna.Fyrst og fremst skortur á neyðarútgöngum Á meðal viðmiðunarstaðlanna eru hertar öryggiskröfur um hámarkshalla ganga, upphengjur og festingar og neyðarbúnað á borð við flóttaljós. Fyrst og fremst er það þó skortur á neyðarútgöngum sem kallar á tvöföldun Hvalfjarðarganga, að því er fram kemur í greinargerðinni. Hafa reglugerðir um neyðarútganga verið túlkaðar á þá leið að þegar umferð í Hvalfjarðargöngum er komin í 8000 ökutæki á dag þurfi að vera til staðar neyðarútgangar en umferð um göngin í fyrra var rétt tæp 7000 ökutæki á dag. Því þykir ljóst að fyrr en seinna þarf að ráðast í aðgerðir til að bæta öryggi vegfaranda um Hvalfjarðargöng. Ný göng með norðurmunna innar í firðinum Í greinargerð Mannvits eru skoðaðar nokkrar leiðir til nýrra ganga. Svokölluð „Gangaleið 5“ er metin hagkvæmasti kostur til tvöföldunar ganganna, ef gert er ráð fyrir sömu umferðarskiptingu við norðurmunna ganganna og verið hefur frá opnun þeirra. Þessi leið yrði tæpum sex milljörðum dýrari en gangalausnin sem kynnt var árið 2008. Gangaleið 5 gerir ráð fyrir nýjum og breiðari göngum, samhliða gömlu göngunum, með tengingu milli ganganna og mest 5% halla. Þá yrðu útskot með 250 metra millibili. Munni sunnan megin fjarðar yrði á svipuðum stað en norðan fjarðar myndi gangaendi vísa til austurs og munni ganga á nýjum stað innar í Hvalfirði, milli Kúludalsár og Grafar.Þversnið núverandi Hvalfjarðarganga borið saman við þversnið nýrra ganga.Skjáskot/Vegagerðin/MannvitÞversnið ganganna yrði 10,5 m í veghæð og gert er ráð fyrir tvístefnu göngunum en 1 m breiðu bili milli akreina, eins og sjá má á mynd. Núverandi göng yrðu áfram notuð á leið til Akraness en ný göng fyrir þá sem eiga erindi til Grundartanga eða áfram norður og vestur. Þá yrðu neyðarútgangar fjórtán talsins. Þessi nýju göng myndu uppfylla staðal fyrir veggöng með umferð upp að 12 þúsund ökutækjum á dag. Í greinargerðinni segir þó að geri þyrfti ráð fyrir neyðarrýmum án útgangs á stórum hluta leiðar, sem talinn er ókostur. „Ókostur gangaleiðar 5 er að tvístefnuakstursumferð yrði eftir sem áður í báðum göngum. Slysatíðni reiknast vera svipuð í göngum með einstefnu og tvístefnu akstri, en alvarleiki slysa í einstefnu göngum er mun minni. Reikningslegur ávinningur færri alvarlegra slysa í einstefnugöngum vegur hins vegar lítið á móti styttingu leiðar,“ segir í greinargerðinni.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22. apríl 2018 20:00 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30
Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22. apríl 2018 20:00
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45