Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 15:21 Önnur andarnefjan föst í fjörunni í Engey. Sverrir Tryggvason Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira