Skínandi foss í svartri eyðimörk Sigtryggur Ari Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Fossinn Skínandi í Svartá. MYND/HERMANN ÞÓR Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira