Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í málinu á borgarráðsfundi á morgun. Visir/Stefán/Pjetur Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Sjá meira
Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09