Öxlin gaf sig í maí en vann síðan EM-silfur í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 09:30 Fanney Hauksdóttir Vísir/Daníel Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira