Verjendur kosningastjóra Trump kalla ekki til nein vitni Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 16:31 Verjendur Manafort við dómshúsið í Alexandríu í Virginíu. Vísir/EPA Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00