Verjendur kosningastjóra Trump kalla ekki til nein vitni Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 16:31 Verjendur Manafort við dómshúsið í Alexandríu í Virginíu. Vísir/EPA Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00