Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2018 12:20 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur eðlilegra að skólahald hefjist á mánudegi og skólasetning sé að morgni dags, klukkan átta. Vísir/Valli Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku. Skóla - og menntamál Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að grunnskólarnir í höfuðborginni, Kópavogi og Akureyri eru settir um miðja næstu viku. Misjafnt er eftir aldri klukkan hvað að deginum skólasetningin fer fram en hún varir yfirleitt í um klukkustund. „Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir (með) öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða,“ segir Þorbjörg Helga. „Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum - ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“Nemendurnir ekki kúnnar Þorbjörg spyr hvort ekki væri hægt að hefja skólastarf á mánudegi svo þetta komi ekki í hnakkann á foreldrum aftur og aftur. „Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“ Töluverð umræða hefur skapast um málið á Facebook-vegg Þorbjargar og taka flestir undir með henni. Hulda María Magnúsdóttir, grunnskólakennari í Foldaskóla, bendir þó á tvennt sem hún geri athugasemd við. Annars vegar að skóli sé menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Því eigi ekki að tala um þjónustu og notendur. Hins vegar séu nemendur hennar, og foreldrar þeirra, ekki kúnnar. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópavog varðandi ástæður þess að skólahald hefjist í miðri viku.
Skóla - og menntamál Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira