Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 09:20 Alonso keppti fyrir Andretti Autosport-liðið í Indy 500-kappakstrinum í fyrra. Rætt hefur verið um möguleikann á að Andretti og McLaren fari í samstarf á næsta ári eða árið 2020. Vísir/EPA Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018 Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018
Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42