Kveikt í rúmlega 80 bílum í Svíþjóð Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:02 Vitni segjast hafa séð dökk- og grímuklædda menn bera eld að bílunum. SVT Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna. Norðurlönd Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna.
Norðurlönd Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira