Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira