Vagnstjórinn mun ekki aka undir merkjum Strætó framar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 18:39 Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37