Guðni forseti segir fræðafólk ekki mega dvelja í fílabeinsturninum Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 16:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir / Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11