Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 13:08 Zeid lætur af embætti síðar í þessum mánuði Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi. Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi.
Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27
Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29