Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Bergþór Másson skrifar 12. ágúst 2018 14:16 Heiða Björg og Egill Þór borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Ernir Eyjólfsson / Hakon Broder Lund Heiða Björg Hilmisdóttir og Egill Þór Jónsson borgarfulltrúar voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddu þau stöðu heimilislausra í Reykjavík en þeim hefur fjölgað um 95% á fimm árum. Í júní í fyrra var gerð könnun þar sem kom í ljós að fjöldi heimilislausra eða utangarðs í Reykjavík eru 349. Það er 95% fjölgun frá árinu 2012, þegar fjöldinn var 179. Hægt er að skipta þessum hóp heimilisleysingja og utangarðsfólks í þrjá hópa eftir búsetu. Þriðjungur þessa hóps er inni á stofnunum, fangelsum eða geðdeildum, þriðjungur í varanlegri búsetu á vegum Reykjavíkurborgar og síðasti þriðjungurinn er ekki að leita sér þjónustu borgarinnar og eru á götunni. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir skammtíma lausnina við vandanum að byggja neyðarskýli og langtímalausnina að leysa vandamál leigumarkaðarins. „Neyðin er til staðar, vandin er raunverulegur, úrræðin eru ekki nógu mörg, það verður ða bregðast við strax, bæði við skammtíma vandanum og til lengri tíma.“ Egill segist vera hræddur um að borgin muni bara tala um lausnir en ekki framkvæma neitt. Þá segir hannn einnig að „stefna Samfylkingarinnar gerir það að verkum að Reykjavíkurborg vanrækir þennan hóp.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir það ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti sagt að Samfylkingin vanræki þennan hóp þegar hann er að „vanrækja þennan hóp í öllum sveitarfélögum í kringum okkur sem leiðir þá til þess að koma til Reykjavíkur.“ Að lokum segir Heiða lausnina á þessum vanda ekki einungis liggja hjá pólitíkusum heldur líka hjá sérfræðingum og fagfólki. „Aðstæður fólks sem eru heimilislaus eru svo grimmar, það eru svo margir vandar sem þau mæta sem við bara þekkjum ekki.“ Heiða fór einnig yfir fjölda úrræða og greindi frá því sem fyrri borgarstjórn hefur gert í málefnum heimilislausra á síðasta kjörtímabili í þættinum. Hér má hlusta á Sprengisand í heild sinni. Umræður um stöðu heimilislausra hefjast á 1:35:50. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir og Egill Þór Jónsson borgarfulltrúar voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddu þau stöðu heimilislausra í Reykjavík en þeim hefur fjölgað um 95% á fimm árum. Í júní í fyrra var gerð könnun þar sem kom í ljós að fjöldi heimilislausra eða utangarðs í Reykjavík eru 349. Það er 95% fjölgun frá árinu 2012, þegar fjöldinn var 179. Hægt er að skipta þessum hóp heimilisleysingja og utangarðsfólks í þrjá hópa eftir búsetu. Þriðjungur þessa hóps er inni á stofnunum, fangelsum eða geðdeildum, þriðjungur í varanlegri búsetu á vegum Reykjavíkurborgar og síðasti þriðjungurinn er ekki að leita sér þjónustu borgarinnar og eru á götunni. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir skammtíma lausnina við vandanum að byggja neyðarskýli og langtímalausnina að leysa vandamál leigumarkaðarins. „Neyðin er til staðar, vandin er raunverulegur, úrræðin eru ekki nógu mörg, það verður ða bregðast við strax, bæði við skammtíma vandanum og til lengri tíma.“ Egill segist vera hræddur um að borgin muni bara tala um lausnir en ekki framkvæma neitt. Þá segir hannn einnig að „stefna Samfylkingarinnar gerir það að verkum að Reykjavíkurborg vanrækir þennan hóp.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir það ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti sagt að Samfylkingin vanræki þennan hóp þegar hann er að „vanrækja þennan hóp í öllum sveitarfélögum í kringum okkur sem leiðir þá til þess að koma til Reykjavíkur.“ Að lokum segir Heiða lausnina á þessum vanda ekki einungis liggja hjá pólitíkusum heldur líka hjá sérfræðingum og fagfólki. „Aðstæður fólks sem eru heimilislaus eru svo grimmar, það eru svo margir vandar sem þau mæta sem við bara þekkjum ekki.“ Heiða fór einnig yfir fjölda úrræða og greindi frá því sem fyrri borgarstjórn hefur gert í málefnum heimilislausra á síðasta kjörtímabili í þættinum. Hér má hlusta á Sprengisand í heild sinni. Umræður um stöðu heimilislausra hefjast á 1:35:50.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira