Hugurinn fór á flug í íslensku landslagi Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. ágúst 2018 10:00 Philip Reeve. Fréttablaðið Rithöfundurinn Philip Reeve er fæddur í Brighton á Englandi 1966. Hann er eins enskur og hugsast getur, hæglátur og hógvær en léttur og afslappaður eins og rauðu Converse-strigaskórnir sem hann skartar þegar hann tekur á móti blaðamanni. Hann er á heimleið, ásamt eiginkonu og syni, eftir vikudvöl á Íslandi og óhætt er að segja að hann hafi hrifist af landinu sem reyndist þegar á hólminn var komið vera hans æskudraumaland. „Konan mín er ljósmyndari og hana hefur mjög lengi langað að koma til Íslands. Hún hefur mjög gaman af því að taka landslagsmyndir og núna höfðum við loksins tíma og peninga til þess að láta verða af þessu,“ segir Reeve og hlær. „Við erum búin að keyra um landið og ég held að hún hafi náð ansi góðum myndum. Við komum við á öllum helstu stöðunum og vorum alltaf að stoppa við staði sem vöktu athygli okkar.“ Reeve segist sem barn hafa teiknað og skrifað mikið þannig að krókurinn beygðist snemma. „Þetta var það sem mér fannst skemmtilegast að gera.“ Hann hóf feril sinn sem myndskreytir en endaði með að setja alla sína orku í leik að orðum og hugmyndum. „Það er svo í gegnum myndskreytingarnar sem ég lærði inn á bókaútgáfubransann og freistaði þess að hasla mér völl þar.“ Reeve fékkst einnig við kvikmyndagerð þegar hann var yngri og segir skrif sín þannig óhjákvæmilega vera mjög myndræn. Textinn sprettur oftar en ekki upp úr myndum í höfði hans og „svo er ég alltaf að klippa og endurklippa í huganum þegar ég skrifa bækur“.Ekkert Harry Potter-ævintýri Mortal Engines-bókaflokkurinn telur fjórar bækur. Sú fyrsta kom út 2001 og núna, sautján árum síðar, er hún að verða að kvikmynd sem allt bendir til að muni verða einn helsti smellur þessa árs. Leikstjórinn Peter Jackson, sem gerði garðinn frægan með myndabálkunum um Hringadróttins sögu og Hobbitann framleiðir myndina og gangi allt eftir mun hann án efa kvikmynda hinar bækurnar þrjár, enda nánast búinn að sérhæfa sig í að koma löngum fantasíubókmenntum á filmu. „Ég var lengi að skrifa Mortal Engines og það tók langan tíma að fá hana útgefna. Í raun eru 25 ár síðan ég byrjaði að vinna með þessa hugmynd.“Og gekk sem sagt frekar illa að fá útgefendur til þess að veðja á hana? „Já og nei. Ég skrifaði hana fyrst sem vísindaskáldskap fyrir fullorðna og sendi handritið á nokkra útgefendur en enginn þeirra sýndi nokkurn áhuga. Þá stytti ég hana, endurskrifaði og sendi á barnabókaútgefanda sem samþykkti hana eiginlega um leið. Þannig að þannig lagað var mjög auðvelt að fá hana útgefna en ég eyddi miklum tíma í að finna henni réttan farveg.“ Bókin náði nægum vinsældum til þess að Reeve gat alfarið helgað sig ritstörfum og skrifað framhaldsbækurnar þrjár. „Þetta var enginn smellur á borð við Harry Potter en gerði mér kleift að gerast rithöfundur í fullu starfi og ég hef verið það allar götur síðan.“Hera Hilmarsdóttir leikur Hester Shaw í Mortal Engines. Reeve hreifst mjög af einbeitingu hennar og efast ekki um að hún verði frábær í myndinni.Hollywood tekur við sérOg síðan bankar bara Hollywood upp á? „Já, og það gerðist hægt. Þetta er svo flókið ferli. Peter Jackson tryggði sér kvikmyndaréttinn fyrir eitthvað um tíu árum síðan og síðan gerðist ekki neitt. Ég heyrði ekkert í tíu ár og hélt að þetta hefði bara gleymst. Eins og gerist með margar bækur sem aldrei verða að kvikmynd. Ég hef selt kvikmyndaréttinn á fleiri bókum og venjulega gerist ekkert meira eftir það. Ég taldi að þessu væri eins farið með Mortal Engines en síðan hafði Jackson samband fyrir nokkrum árum og sagðist vera að fara með þetta í framleiðslu.“ Ekkert bendir til annars en að Jackson og leikstjórinn hans, Christian Rivers, séu við það að töfra fram stórbrotna ævintýramynd sem mun nánast örugglega slá í gegn á heimsvísu. Hefur þetta breytt einhverju fyrir þig hingað til? „Í rauninni ekki. Ég hef bara haldið áfram eins og venjulega. Ég hef enga beina aðkomu að þessu verkefni og þeir gera þetta bara á sinn hátt. Þannig lagað hefur þetta ekki haft nokkur einustu áhrif á líf mitt. En ég geri ráð fyrir að það komi að því eftir að myndin kemur út,“ segir Reeve kíminn.Spennan í kringum myndina er orðin töluverð og stigmagnast eftir því sem frumsýningin færist nær og fleiri sýnishorn úr henni birtast. „Ó, það er gott.“ Verðurðu ekkert var við þetta? „Kannski upp að vissu marki en ég hef dálítið dregið mig út úr þessum samfélagsmiðlaheimi vegna þess að þetta er að verða frekar mikið og margt sem fólk vill fá að vita. Sem er í grunninn ósköp ánægjulegt en þetta getur orðið svolítið yfirþyrmandi og truflandi.“Betra en hann þorði að vona Reeve fylgdist með tökum á myndinni á Nýja-Sjálandi síðasta sumar og lét í kjölfarið hafa eftir sér að honum hefði þótt mikið til leikaranna koma og að „flest leit meira eða minna út eins og ég hafði séð það fyrir mér, fyrir utan þá hluta sem litu jafnvel betur út“.Er samt ekki undarlegt að sjá hugmyndir þínar raungerast svona? „Jú, það er undarleg lífsreynsla en þetta var frábært og heillandi hvernig hugað er að hverju einasta smáatriði. Maður kemst upp með að vera miklu óljósari í skáldskapnum. Eða maður neyðist eiginlega til þess, annars yrðu bækurnar alveg skelfilega langar.“Veistu hvað vakti áhuga Jacksons á því að kvikmynda Mortal Engines? „Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og við höfum rætt þetta aðeins og ég held að það sem hafi helst heillað hann sé þessi möguleiki á því að skapa nýjan heim. Eins og hann gerði auðvitað með The Lord of the Rings-myndunum. Ég held að hjá honum liggi aðdráttaraflið í því að byggja upp frá grunni heim sem er frábrugðinn okkar eigin en samt svipaður að einhverju leyti. Ég held að það sé málið en get auðvitað ekki talað fyrir Peter Jackson.“Í fjarlægri framtíð eru borgir orðnar hreyfanlegar og berjast um lífsafkomu í hröðum heimi á hjólum. Þegar London eltir uppi lítinn smábæ er ungum sagnfræðinema, Tom, fleygt út í auðnina. Þar kynnist hann hættulegri flóttakonu, Hester Shaw, en óvænt og nánast þvingað bandalag þeirra gæti breytt framtíðinni. Mortal Engines kemur út í íslenskri þýðingu um mánaðamótin.Hera er frábær Hera Hilmarsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna, uppreisnarsegginn og flóttakonuna Hester Shaw. Reeve hreifst mjög af því sem hann sá til Heru við tökur á myndinni. „Hún er frábær,“ segir Reeve og telur fullkomlega eðlilegt að Íslendingar fylgist spenntir með hvernig henni og myndinni reiðir af. „Hún er náttúrlega ekki mín Hester, heldur Hester Peters Jackson og Christians Rivers. En það sem ég sá til hennar að störfum var frábært. Hún er mjög öflug leikkona og var ofboðslega einbeitt við tökurnar sem voru margar hverjar erfiðar og tóku á.“Ísland virkjaði ímyndunaraflið Fjórða og síðasta Mortal Engines-bókin, A Darkling Plain, kom út 2006 og Reeve segir að fyrir honum sé sögunni lokið þegar hann er spurður hvort hann muni jafnvel taka upp þráðinn og spinna söguna áfram ef vinsældir Mortal Engines verða jafn miklar og útlit er fyrir. „Ég er nú ekki mikið fyrir að fara til baka en ferðalagið um Ísland og þetta stóra og mikilfenglega landslag fékk mig til þess að leiða hugann að þessu. Fyrir mér hverfist sagan ekki síst um stórbrotið landslag. Ég held að í grunninn sé ég gramur landslagsmálari og ef ég væri nógu góður þá væri ég að mála fjöll og firnindi. En í staðinn skrifa ég bara um þetta og neyðist til að spinna sögur í þessu landslagi svo fólk vilji lesa bækurnar. Kannski verður eitthvað meira úr þessu en í augnablikinu á ég síður von á því.“En Ísland hefur sem sagt örvað ímyndunaraflið? „Já, algjörlega. The Lord of the Rings-bækurnar eru það fyrsta sem heillaði mig gersamlega í æsku og nú geri ég mér grein fyrir því að þær bækur Tolkiens eru á vissan hátt um Ísland,“ segir Reeve og veðrast nokkuð upp. Á sinn yfirvegaða hátt. „Ég held að skálduð sýn hans á Ísland birtist í þessum bókum. Landslagið hérna er einfaldlega hinn fullkomni Miðgarður. Þetta er ótrúlegt! Um daginn ókum við frá austurströndinni í norður og þegar við komum yfir eina hæðina blasti Mordor bókstaflega við okkur. Þetta var stórkostlegt og ég hugsaði bara með mér „ég þekki þetta landslag“, þessa dökku, drungalegu eyðimörk þar sem eldfjall gnæfir yfir í fjarska. Nokkrum dögum seinna komum við í Skagafjörð og á sléttur Róhans. Þetta er búið að vera stórkostlegt. Að ganga stöðugt inn í landslag sem ég þekki úr bóklestri æsku minnar. Ég held að þetta hafi ekki getað annað en kveikt hjá mér hugmyndir að sögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Rithöfundurinn Philip Reeve er fæddur í Brighton á Englandi 1966. Hann er eins enskur og hugsast getur, hæglátur og hógvær en léttur og afslappaður eins og rauðu Converse-strigaskórnir sem hann skartar þegar hann tekur á móti blaðamanni. Hann er á heimleið, ásamt eiginkonu og syni, eftir vikudvöl á Íslandi og óhætt er að segja að hann hafi hrifist af landinu sem reyndist þegar á hólminn var komið vera hans æskudraumaland. „Konan mín er ljósmyndari og hana hefur mjög lengi langað að koma til Íslands. Hún hefur mjög gaman af því að taka landslagsmyndir og núna höfðum við loksins tíma og peninga til þess að láta verða af þessu,“ segir Reeve og hlær. „Við erum búin að keyra um landið og ég held að hún hafi náð ansi góðum myndum. Við komum við á öllum helstu stöðunum og vorum alltaf að stoppa við staði sem vöktu athygli okkar.“ Reeve segist sem barn hafa teiknað og skrifað mikið þannig að krókurinn beygðist snemma. „Þetta var það sem mér fannst skemmtilegast að gera.“ Hann hóf feril sinn sem myndskreytir en endaði með að setja alla sína orku í leik að orðum og hugmyndum. „Það er svo í gegnum myndskreytingarnar sem ég lærði inn á bókaútgáfubransann og freistaði þess að hasla mér völl þar.“ Reeve fékkst einnig við kvikmyndagerð þegar hann var yngri og segir skrif sín þannig óhjákvæmilega vera mjög myndræn. Textinn sprettur oftar en ekki upp úr myndum í höfði hans og „svo er ég alltaf að klippa og endurklippa í huganum þegar ég skrifa bækur“.Ekkert Harry Potter-ævintýri Mortal Engines-bókaflokkurinn telur fjórar bækur. Sú fyrsta kom út 2001 og núna, sautján árum síðar, er hún að verða að kvikmynd sem allt bendir til að muni verða einn helsti smellur þessa árs. Leikstjórinn Peter Jackson, sem gerði garðinn frægan með myndabálkunum um Hringadróttins sögu og Hobbitann framleiðir myndina og gangi allt eftir mun hann án efa kvikmynda hinar bækurnar þrjár, enda nánast búinn að sérhæfa sig í að koma löngum fantasíubókmenntum á filmu. „Ég var lengi að skrifa Mortal Engines og það tók langan tíma að fá hana útgefna. Í raun eru 25 ár síðan ég byrjaði að vinna með þessa hugmynd.“Og gekk sem sagt frekar illa að fá útgefendur til þess að veðja á hana? „Já og nei. Ég skrifaði hana fyrst sem vísindaskáldskap fyrir fullorðna og sendi handritið á nokkra útgefendur en enginn þeirra sýndi nokkurn áhuga. Þá stytti ég hana, endurskrifaði og sendi á barnabókaútgefanda sem samþykkti hana eiginlega um leið. Þannig að þannig lagað var mjög auðvelt að fá hana útgefna en ég eyddi miklum tíma í að finna henni réttan farveg.“ Bókin náði nægum vinsældum til þess að Reeve gat alfarið helgað sig ritstörfum og skrifað framhaldsbækurnar þrjár. „Þetta var enginn smellur á borð við Harry Potter en gerði mér kleift að gerast rithöfundur í fullu starfi og ég hef verið það allar götur síðan.“Hera Hilmarsdóttir leikur Hester Shaw í Mortal Engines. Reeve hreifst mjög af einbeitingu hennar og efast ekki um að hún verði frábær í myndinni.Hollywood tekur við sérOg síðan bankar bara Hollywood upp á? „Já, og það gerðist hægt. Þetta er svo flókið ferli. Peter Jackson tryggði sér kvikmyndaréttinn fyrir eitthvað um tíu árum síðan og síðan gerðist ekki neitt. Ég heyrði ekkert í tíu ár og hélt að þetta hefði bara gleymst. Eins og gerist með margar bækur sem aldrei verða að kvikmynd. Ég hef selt kvikmyndaréttinn á fleiri bókum og venjulega gerist ekkert meira eftir það. Ég taldi að þessu væri eins farið með Mortal Engines en síðan hafði Jackson samband fyrir nokkrum árum og sagðist vera að fara með þetta í framleiðslu.“ Ekkert bendir til annars en að Jackson og leikstjórinn hans, Christian Rivers, séu við það að töfra fram stórbrotna ævintýramynd sem mun nánast örugglega slá í gegn á heimsvísu. Hefur þetta breytt einhverju fyrir þig hingað til? „Í rauninni ekki. Ég hef bara haldið áfram eins og venjulega. Ég hef enga beina aðkomu að þessu verkefni og þeir gera þetta bara á sinn hátt. Þannig lagað hefur þetta ekki haft nokkur einustu áhrif á líf mitt. En ég geri ráð fyrir að það komi að því eftir að myndin kemur út,“ segir Reeve kíminn.Spennan í kringum myndina er orðin töluverð og stigmagnast eftir því sem frumsýningin færist nær og fleiri sýnishorn úr henni birtast. „Ó, það er gott.“ Verðurðu ekkert var við þetta? „Kannski upp að vissu marki en ég hef dálítið dregið mig út úr þessum samfélagsmiðlaheimi vegna þess að þetta er að verða frekar mikið og margt sem fólk vill fá að vita. Sem er í grunninn ósköp ánægjulegt en þetta getur orðið svolítið yfirþyrmandi og truflandi.“Betra en hann þorði að vona Reeve fylgdist með tökum á myndinni á Nýja-Sjálandi síðasta sumar og lét í kjölfarið hafa eftir sér að honum hefði þótt mikið til leikaranna koma og að „flest leit meira eða minna út eins og ég hafði séð það fyrir mér, fyrir utan þá hluta sem litu jafnvel betur út“.Er samt ekki undarlegt að sjá hugmyndir þínar raungerast svona? „Jú, það er undarleg lífsreynsla en þetta var frábært og heillandi hvernig hugað er að hverju einasta smáatriði. Maður kemst upp með að vera miklu óljósari í skáldskapnum. Eða maður neyðist eiginlega til þess, annars yrðu bækurnar alveg skelfilega langar.“Veistu hvað vakti áhuga Jacksons á því að kvikmynda Mortal Engines? „Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og við höfum rætt þetta aðeins og ég held að það sem hafi helst heillað hann sé þessi möguleiki á því að skapa nýjan heim. Eins og hann gerði auðvitað með The Lord of the Rings-myndunum. Ég held að hjá honum liggi aðdráttaraflið í því að byggja upp frá grunni heim sem er frábrugðinn okkar eigin en samt svipaður að einhverju leyti. Ég held að það sé málið en get auðvitað ekki talað fyrir Peter Jackson.“Í fjarlægri framtíð eru borgir orðnar hreyfanlegar og berjast um lífsafkomu í hröðum heimi á hjólum. Þegar London eltir uppi lítinn smábæ er ungum sagnfræðinema, Tom, fleygt út í auðnina. Þar kynnist hann hættulegri flóttakonu, Hester Shaw, en óvænt og nánast þvingað bandalag þeirra gæti breytt framtíðinni. Mortal Engines kemur út í íslenskri þýðingu um mánaðamótin.Hera er frábær Hera Hilmarsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna, uppreisnarsegginn og flóttakonuna Hester Shaw. Reeve hreifst mjög af því sem hann sá til Heru við tökur á myndinni. „Hún er frábær,“ segir Reeve og telur fullkomlega eðlilegt að Íslendingar fylgist spenntir með hvernig henni og myndinni reiðir af. „Hún er náttúrlega ekki mín Hester, heldur Hester Peters Jackson og Christians Rivers. En það sem ég sá til hennar að störfum var frábært. Hún er mjög öflug leikkona og var ofboðslega einbeitt við tökurnar sem voru margar hverjar erfiðar og tóku á.“Ísland virkjaði ímyndunaraflið Fjórða og síðasta Mortal Engines-bókin, A Darkling Plain, kom út 2006 og Reeve segir að fyrir honum sé sögunni lokið þegar hann er spurður hvort hann muni jafnvel taka upp þráðinn og spinna söguna áfram ef vinsældir Mortal Engines verða jafn miklar og útlit er fyrir. „Ég er nú ekki mikið fyrir að fara til baka en ferðalagið um Ísland og þetta stóra og mikilfenglega landslag fékk mig til þess að leiða hugann að þessu. Fyrir mér hverfist sagan ekki síst um stórbrotið landslag. Ég held að í grunninn sé ég gramur landslagsmálari og ef ég væri nógu góður þá væri ég að mála fjöll og firnindi. En í staðinn skrifa ég bara um þetta og neyðist til að spinna sögur í þessu landslagi svo fólk vilji lesa bækurnar. Kannski verður eitthvað meira úr þessu en í augnablikinu á ég síður von á því.“En Ísland hefur sem sagt örvað ímyndunaraflið? „Já, algjörlega. The Lord of the Rings-bækurnar eru það fyrsta sem heillaði mig gersamlega í æsku og nú geri ég mér grein fyrir því að þær bækur Tolkiens eru á vissan hátt um Ísland,“ segir Reeve og veðrast nokkuð upp. Á sinn yfirvegaða hátt. „Ég held að skálduð sýn hans á Ísland birtist í þessum bókum. Landslagið hérna er einfaldlega hinn fullkomni Miðgarður. Þetta er ótrúlegt! Um daginn ókum við frá austurströndinni í norður og þegar við komum yfir eina hæðina blasti Mordor bókstaflega við okkur. Þetta var stórkostlegt og ég hugsaði bara með mér „ég þekki þetta landslag“, þessa dökku, drungalegu eyðimörk þar sem eldfjall gnæfir yfir í fjarska. Nokkrum dögum seinna komum við í Skagafjörð og á sléttur Róhans. Þetta er búið að vera stórkostlegt. Að ganga stöðugt inn í landslag sem ég þekki úr bóklestri æsku minnar. Ég held að þetta hafi ekki getað annað en kveikt hjá mér hugmyndir að sögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira