Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Dalvin Smári Imsland Skjáskot úr frétt Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin. Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin.
Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira