Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. ágúst 2018 20:00 Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira