Könnun sýnir stuðning við aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 10:52 Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið. Vísir/Getty Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May. Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May.
Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40