Umfjöllun og viðtöl: KR 0-0 Fjölnir | Markalaust í Frostaskjólinu Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 12. ágúst 2018 21:45 Fréttablaðið/Þórsteinn KR og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 16. umferð Pepsi deildar karla á Alvogenvellinum í kvöld. Stigið kom Fjölnismönnum upp úr fallsæti en liðið er nú í 10. sæti deildarinnar með 15 stig, jafnmörg og Fylkir sem hefur verri markatölu. KR-ingar sitja sem fyrr í 4. sætinu, sjö stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Leikurinn í kvöld var lítið fyrir augað og áttu liðin í erfiðleikum með að skapa marktækifæri. Í upphafi leiksins kom Kennie Chopart þó boltanum í markið en Eðvarð Eðvarðsson, aðstoðardómari, vildi meina að boltinn hefði farið aftur fyrir endamörk stuttu áður en Kennie skoraði og stóð markið því ekki. Eðvarð var hinum megin á vellinum og var því ekki í mjög góðri stöðu til að dæma en var viss í sinni sök. KR-ingar áttu fá svör við leik Fjölnismanna sem spiluðu vel. Gestirnir fengu betri færi í leiknum og hefðu getað stolið sigrinum. Besta færi þeirra átti Almarr Ómarsson á 36. mínútu leiksins. Þá komst hann í góða stöðu inni í teig KR-inga eftir klaufagang í vörn þeirra en Beitir Ólafsson varði vel í markinu. Besta færi KR-inga átti Kennie Chopart í upphafi síðari hálfleiks þegar boltinn datt fyrir hann í markteig Fjölnismanna. Kennie náði hins vegar ekki að gera sér mat úr því og skaut yfir markið. Lítið annað markvert gerðist í leiknum og lauk leiknum því með steindauðu markalausu jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Leikurinn var mjög tíðindalítill og gekk báðum liðum illa að skapa marktækifæri. Fjölnismenn lokuðu vel á KR-inga sem spiluðu ekki vel í dag. Fjölnismenn voru örlítið sprækari og hefðu getað stolið sigrinum en betri lið en Fjölnir hefðu mögulega náð að refsa KR-ingum. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist er jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Það var enginn sem átti stjörnuleik í kvöld. Hans Viktor Guðmundsson var mjög traustur í vörn gestanna og þá átti Kristinn Jónsson góða spretti fyrir KR-inga. Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að skapa marktækifæri og nýta þau fáu sem fengust. Bæði lið áttu í erfiðleikum með að ná upp spili og vantaði yfirvegun á síðasta þriðjungnum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð spila KR-ingar við KA á Akureyri á meðan Fjölnismenn taka á móti Víkingum í mjög mikilvægum leik. Rúnar Kristins: Væri gaman að sjá hvort boltinn hafi farið út af Rúnar Kristinson, þjálfari KR, var vonsvikinn í leikslok. „Ég er ekki ánægður með að fá bara eitt stig á heimvelli. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, við erum lélegir í 90 mínútur. Við náðum ekki að breyta því sem við ætluðum að breyta frá síðasta leik og áttum ekki meira skilið en þetta eina stig,“ sagði Rúnar. „Það vantaði tempo í spilið okkar. Fjölnismenn léku fínan leik, gerðu okkur erfitt fyrir og lokuðu öllum svæðum. Mér fannst vanta smá neista í liðið en ég veit ekki af hverju það var svo.“ Fátt var um fína drætti hjá báðum liðum í kvöld. Fannst Rúnari jafnteflið vera sanngjörn niðurstaða? „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist var þetta sanngjörn niðurstaða. Það var lítið af færum. Ég held að Fjölnir hafi fengið besta færið en Beitir varði glæsilega. „Það væri gaman að sjá hvort boltinn hafi farið út af í upphafi leiks þegar Kennie skoraði. Línuvörðurinn var helvíti langt frá þessu en hann er með arnaraugu,“ sagði Rúnar um atvikið í upphafi KR-ingar sitja í fjórða sæti deildarinnar og eru í harðri baráttu um Evrópusæti. „Ef við náum að halda fjórða sætinu verðum við sáttir, menn spáðu okkur ekkert ofarlega í sumar. En ég er samt ekki sáttur með stigasöfnunina. Við eigum að vinna á heimavelli á móti Fjölni, með allri virðingu fyrir þeim. Við töpuðum of mörgun stigum í upphafi mótsins í leikjum þar sem mér fannst við oft vera betri aðilinn. En ég er að átta mig betur og betur á leikmannahópnum, við erum að kynnast betur. Við erum á réttri leið,“ sagði Rúnar að lokum bjartsýnn á framhaldið. Óli Palli: Sáttur með stig á erfiðum útivelli „Það voru tækifæri til að stela sigrinum. En að ná stigi á erfiðum útivelli er ég sáttur með,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við spiluðum frábærlega. Ég er mjög stoltur af Fjölnisliðinu. Menn gáfu allt í þetta og ætluðu sér sigur.“ Fjölnismenn eru í harðri fallbaráttu en Óli er bjartsýnn á að þeir nái að halda sæti sínu í deildinni „Við þurfum að halda áfram að vinna að því að halda markinu hreinu og pota inn einu og einu marki. Þá vonandi náum við að safna nógu mörgum stigum.“ Skúli: Vantaði ekkert upp á baráttuna KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson var ekki sáttur með úrlsitin í kvöld. „Við ætluðum að taka þrjú stig. Leikurinn spilaðist furðulega og er jafntefli því kannski sanngjarnt eftir á að hyggja.“ „Þetta var voðalega hægt og við áttum erfitt með að opna þá. Það var smá óvissa í okkar spilamennsku en það vantaði ekkert upp á baráttuna,“ sagði Skúli. „Við ætluðum að vinna hérna í dag til að komast nær efstu þremur liðunum. Nú verðum við bara að vinna eins marga leiki og mögulegt. Við munum fara í alla leiki til að vinna og sjáum hvert það tekur okkur í lok tímabilsins,“ sagði Skúli sem hefur trú á að lið hans geti komist ofar í töflunni. Þórður: „Þetta var flott stig og byggir ofan á okkar baráttu á botninum. Við fengum færi til að klára leikin en þetta var bara flottur baráttuleikur af okkar hálfu,“ sagði Þórður Ingason, fyrirliði Fjölnis í leikslok. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins í kvöld. „Þetta var barningur. Við reyndum að nota langa bolta og setja pressu á þá en þegar við náðum boltanum niður fannst mér það ganga ágætlega.“ Gengi Fjölnis hefur ekki verið gott í sumar en Þórður hefur trú á því að liðið, sem er í mikilli fallbaráttu, fari að rétta úr kútnum. „Þetta verður barátta fram á síðasta leik, við höldum bara áfram. Það var fínt að halda hreinu núna í tveimur leikjum í röð og vonandi förum við að skora og þá munum við hala inn stigin.“ Pepsi Max-deild karla
KR og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 16. umferð Pepsi deildar karla á Alvogenvellinum í kvöld. Stigið kom Fjölnismönnum upp úr fallsæti en liðið er nú í 10. sæti deildarinnar með 15 stig, jafnmörg og Fylkir sem hefur verri markatölu. KR-ingar sitja sem fyrr í 4. sætinu, sjö stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Leikurinn í kvöld var lítið fyrir augað og áttu liðin í erfiðleikum með að skapa marktækifæri. Í upphafi leiksins kom Kennie Chopart þó boltanum í markið en Eðvarð Eðvarðsson, aðstoðardómari, vildi meina að boltinn hefði farið aftur fyrir endamörk stuttu áður en Kennie skoraði og stóð markið því ekki. Eðvarð var hinum megin á vellinum og var því ekki í mjög góðri stöðu til að dæma en var viss í sinni sök. KR-ingar áttu fá svör við leik Fjölnismanna sem spiluðu vel. Gestirnir fengu betri færi í leiknum og hefðu getað stolið sigrinum. Besta færi þeirra átti Almarr Ómarsson á 36. mínútu leiksins. Þá komst hann í góða stöðu inni í teig KR-inga eftir klaufagang í vörn þeirra en Beitir Ólafsson varði vel í markinu. Besta færi KR-inga átti Kennie Chopart í upphafi síðari hálfleiks þegar boltinn datt fyrir hann í markteig Fjölnismanna. Kennie náði hins vegar ekki að gera sér mat úr því og skaut yfir markið. Lítið annað markvert gerðist í leiknum og lauk leiknum því með steindauðu markalausu jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Leikurinn var mjög tíðindalítill og gekk báðum liðum illa að skapa marktækifæri. Fjölnismenn lokuðu vel á KR-inga sem spiluðu ekki vel í dag. Fjölnismenn voru örlítið sprækari og hefðu getað stolið sigrinum en betri lið en Fjölnir hefðu mögulega náð að refsa KR-ingum. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist er jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Það var enginn sem átti stjörnuleik í kvöld. Hans Viktor Guðmundsson var mjög traustur í vörn gestanna og þá átti Kristinn Jónsson góða spretti fyrir KR-inga. Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að skapa marktækifæri og nýta þau fáu sem fengust. Bæði lið áttu í erfiðleikum með að ná upp spili og vantaði yfirvegun á síðasta þriðjungnum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð spila KR-ingar við KA á Akureyri á meðan Fjölnismenn taka á móti Víkingum í mjög mikilvægum leik. Rúnar Kristins: Væri gaman að sjá hvort boltinn hafi farið út af Rúnar Kristinson, þjálfari KR, var vonsvikinn í leikslok. „Ég er ekki ánægður með að fá bara eitt stig á heimvelli. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, við erum lélegir í 90 mínútur. Við náðum ekki að breyta því sem við ætluðum að breyta frá síðasta leik og áttum ekki meira skilið en þetta eina stig,“ sagði Rúnar. „Það vantaði tempo í spilið okkar. Fjölnismenn léku fínan leik, gerðu okkur erfitt fyrir og lokuðu öllum svæðum. Mér fannst vanta smá neista í liðið en ég veit ekki af hverju það var svo.“ Fátt var um fína drætti hjá báðum liðum í kvöld. Fannst Rúnari jafnteflið vera sanngjörn niðurstaða? „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist var þetta sanngjörn niðurstaða. Það var lítið af færum. Ég held að Fjölnir hafi fengið besta færið en Beitir varði glæsilega. „Það væri gaman að sjá hvort boltinn hafi farið út af í upphafi leiks þegar Kennie skoraði. Línuvörðurinn var helvíti langt frá þessu en hann er með arnaraugu,“ sagði Rúnar um atvikið í upphafi KR-ingar sitja í fjórða sæti deildarinnar og eru í harðri baráttu um Evrópusæti. „Ef við náum að halda fjórða sætinu verðum við sáttir, menn spáðu okkur ekkert ofarlega í sumar. En ég er samt ekki sáttur með stigasöfnunina. Við eigum að vinna á heimavelli á móti Fjölni, með allri virðingu fyrir þeim. Við töpuðum of mörgun stigum í upphafi mótsins í leikjum þar sem mér fannst við oft vera betri aðilinn. En ég er að átta mig betur og betur á leikmannahópnum, við erum að kynnast betur. Við erum á réttri leið,“ sagði Rúnar að lokum bjartsýnn á framhaldið. Óli Palli: Sáttur með stig á erfiðum útivelli „Það voru tækifæri til að stela sigrinum. En að ná stigi á erfiðum útivelli er ég sáttur með,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við spiluðum frábærlega. Ég er mjög stoltur af Fjölnisliðinu. Menn gáfu allt í þetta og ætluðu sér sigur.“ Fjölnismenn eru í harðri fallbaráttu en Óli er bjartsýnn á að þeir nái að halda sæti sínu í deildinni „Við þurfum að halda áfram að vinna að því að halda markinu hreinu og pota inn einu og einu marki. Þá vonandi náum við að safna nógu mörgum stigum.“ Skúli: Vantaði ekkert upp á baráttuna KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson var ekki sáttur með úrlsitin í kvöld. „Við ætluðum að taka þrjú stig. Leikurinn spilaðist furðulega og er jafntefli því kannski sanngjarnt eftir á að hyggja.“ „Þetta var voðalega hægt og við áttum erfitt með að opna þá. Það var smá óvissa í okkar spilamennsku en það vantaði ekkert upp á baráttuna,“ sagði Skúli. „Við ætluðum að vinna hérna í dag til að komast nær efstu þremur liðunum. Nú verðum við bara að vinna eins marga leiki og mögulegt. Við munum fara í alla leiki til að vinna og sjáum hvert það tekur okkur í lok tímabilsins,“ sagði Skúli sem hefur trú á að lið hans geti komist ofar í töflunni. Þórður: „Þetta var flott stig og byggir ofan á okkar baráttu á botninum. Við fengum færi til að klára leikin en þetta var bara flottur baráttuleikur af okkar hálfu,“ sagði Þórður Ingason, fyrirliði Fjölnis í leikslok. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins í kvöld. „Þetta var barningur. Við reyndum að nota langa bolta og setja pressu á þá en þegar við náðum boltanum niður fannst mér það ganga ágætlega.“ Gengi Fjölnis hefur ekki verið gott í sumar en Þórður hefur trú á því að liðið, sem er í mikilli fallbaráttu, fari að rétta úr kútnum. „Þetta verður barátta fram á síðasta leik, við höldum bara áfram. Það var fínt að halda hreinu núna í tveimur leikjum í röð og vonandi förum við að skora og þá munum við hala inn stigin.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti