Sneri brottfluttum mæðgum aftur til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:33 Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni innflytjenda og hælisleitenda í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum. vísir/getty Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35