Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Mirjam Foekje van Twuijver. Dæmd í fíkniefnamál. Er laus en þarf að fara aftur í afplánun. „Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21
Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15