Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 14:27 Málefni Icelandair hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair.Þetta kemur fram í umfjöllun Skift, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um ferðaþjónustu á heimsvísu. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um vanda Icelandair en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði upp störfum í vikunni sökum þess að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.Hlutabréf í Icelandair Group hafa hríðfallið síðustu misseri en samhliða tilkynningu þess efnis að Björgólfur væri hættur gaf félagið út að það hefði lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 þar sem tekjur yrðu lægri en spáð hafði verið.Í tilkynningu sagði að fyrir því væru tvær ástæður, annars vegar að meðalfargjöld hefðu ekki hækkað líkt og spár gerðu ráð fyrir og hins vegar að innleiðing á breytingum á sölu- og markaðsstarfi félagsins sem og breytingum á leiðakerfi hafi ekki gengið nægileg vel fyrir sig.Erfiðlega hefur gengið hjá Icelandair Group það sem af er ári.Vísir/VilhelmGríðarleg aukning á framboði á flugsætum frá árinu 2013 Í frétt Skift, sem ber yfirskriftina „Icelandair í vanda þrátt fyrir iðandi ferðaþjónustu heima fyrir“, er rætt við Mark Drusch, aðstoðarforstjóra ICF, alþjóðlegrar ráðgjafastofu. Segir hann að vandi Icelandair sé í raun einfaldur.„Það er alltof mikið framboð,“ segir Drusch í samtali við Skift og er vitnað í skýrslu CAPA frá júlí þar sem fjallað var um stöðu Icelandair og Wow air.Í skýrslunni segir að Evrópuflug Icelandair gangi vel en vegna harðrar samkeppni við WOW air hafi Icelandar í auknum mæli horft til Norður-Ameríku, sem hafi haft áhrif á tekjuöflun félagsins þar sem sala á áfangastaði í Norður-Ameríku hafi ekki gengið jafn vel eftir og reiknað var með, líkt og fjallað var um fyrr í mánuðinum.Í skýrslu CAPA segir að sætaframboð á milli Íslands og Norður-Ameríku hafi aukist um 28 prósent frá því í júlí á síðasta ári og frá árinu 2013 hafi sætaframboðið aukist um 300 prósent. Þetta hafi gert það að verkum að Icelandair hafi þurft að þrýsta verðum á flugsætum niður til þess að fylla flugvélar á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku.Aukin samkeppni við Wow Air hefur haft áhrif á stöðu Icelandair.Vísir/VilhelmGeta ekki lengur stólað að eiga ákveðna hillu sem aðrir snerta ekki Í frétt Skift segir að í gegnum tíðina hafi stóru flugfélögin ekki litið á Icelandair sem mikinn samkeppnisaðila. Þau hafi litið svo á að ekki væri þess virði að laða til sín þá farþega sem hafi valið að spara sér pening með því að fljúga á milli heimsálfa með stoppi á Íslandi.Það hafi allt breyst fyrir um ári síðan að mati Drusch. Stór bandarísk og evrópsk flugfélög hafi lækkað verð á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þannig hafi verð þeirra verið samkeppnishæft við verð Icelandair á tengiflugi.„Áður var ákveðinn hluti markaðarins sem þeir áttu og bandarísku flugfélögin voru ekki að keppa við þá um ódýr tengifargjöld,“ segir Drusch um stöðu Icelandair. Nú sé hins vegar mun minni munur á milli tengifargjalda Icelandair og fluggjalda stóru flugfélaganna sem bjóði upp á beint flug. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair.Þetta kemur fram í umfjöllun Skift, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um ferðaþjónustu á heimsvísu. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um vanda Icelandair en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði upp störfum í vikunni sökum þess að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.Hlutabréf í Icelandair Group hafa hríðfallið síðustu misseri en samhliða tilkynningu þess efnis að Björgólfur væri hættur gaf félagið út að það hefði lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 þar sem tekjur yrðu lægri en spáð hafði verið.Í tilkynningu sagði að fyrir því væru tvær ástæður, annars vegar að meðalfargjöld hefðu ekki hækkað líkt og spár gerðu ráð fyrir og hins vegar að innleiðing á breytingum á sölu- og markaðsstarfi félagsins sem og breytingum á leiðakerfi hafi ekki gengið nægileg vel fyrir sig.Erfiðlega hefur gengið hjá Icelandair Group það sem af er ári.Vísir/VilhelmGríðarleg aukning á framboði á flugsætum frá árinu 2013 Í frétt Skift, sem ber yfirskriftina „Icelandair í vanda þrátt fyrir iðandi ferðaþjónustu heima fyrir“, er rætt við Mark Drusch, aðstoðarforstjóra ICF, alþjóðlegrar ráðgjafastofu. Segir hann að vandi Icelandair sé í raun einfaldur.„Það er alltof mikið framboð,“ segir Drusch í samtali við Skift og er vitnað í skýrslu CAPA frá júlí þar sem fjallað var um stöðu Icelandair og Wow air.Í skýrslunni segir að Evrópuflug Icelandair gangi vel en vegna harðrar samkeppni við WOW air hafi Icelandar í auknum mæli horft til Norður-Ameríku, sem hafi haft áhrif á tekjuöflun félagsins þar sem sala á áfangastaði í Norður-Ameríku hafi ekki gengið jafn vel eftir og reiknað var með, líkt og fjallað var um fyrr í mánuðinum.Í skýrslu CAPA segir að sætaframboð á milli Íslands og Norður-Ameríku hafi aukist um 28 prósent frá því í júlí á síðasta ári og frá árinu 2013 hafi sætaframboðið aukist um 300 prósent. Þetta hafi gert það að verkum að Icelandair hafi þurft að þrýsta verðum á flugsætum niður til þess að fylla flugvélar á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku.Aukin samkeppni við Wow Air hefur haft áhrif á stöðu Icelandair.Vísir/VilhelmGeta ekki lengur stólað að eiga ákveðna hillu sem aðrir snerta ekki Í frétt Skift segir að í gegnum tíðina hafi stóru flugfélögin ekki litið á Icelandair sem mikinn samkeppnisaðila. Þau hafi litið svo á að ekki væri þess virði að laða til sín þá farþega sem hafi valið að spara sér pening með því að fljúga á milli heimsálfa með stoppi á Íslandi.Það hafi allt breyst fyrir um ári síðan að mati Drusch. Stór bandarísk og evrópsk flugfélög hafi lækkað verð á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þannig hafi verð þeirra verið samkeppnishæft við verð Icelandair á tengiflugi.„Áður var ákveðinn hluti markaðarins sem þeir áttu og bandarísku flugfélögin voru ekki að keppa við þá um ódýr tengifargjöld,“ segir Drusch um stöðu Icelandair. Nú sé hins vegar mun minni munur á milli tengifargjalda Icelandair og fluggjalda stóru flugfélaganna sem bjóði upp á beint flug.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54
Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00