Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Jón Björnsson, forstjóri Festar. Fréttablaðið/Eyþór Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52