Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 15:20 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“ Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“
Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08
Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28