Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2018 19:45 Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september. Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september.
Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15