Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2018 19:30 23 ára Lithái sem hefur búið hér í 17 ár sótti um íslenskan ríkisborgararétt en var synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir endurtekin brot hafa áhrif á umsókn, óháð eðli og alvarleika brota. Audrius Sakalauskas hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun og lýkur nú meistaranámi. Hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fékk synjun fyrir stuttu. Að hans sögn var honum synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. „Þeir orðuðu þetta þannig að ég sé síendurtekinn afbrotamaður, en það er vegna umferðasekta sem ég fékk fyrir yfir þremur árum síðan. Þetta voru fyrstu árin, ég var 17 til 19 ára gamall. Ungur og vitlaus. Ég held að flestar sektir hjá mörgun séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ segir Audrius.Á heimasíðu Útlendingastofnunnar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að endurtekin brot hafi áhrif á umsókn og þá hafi eðli brota engin áhrif. Öll brot falli undir sama hatt óháð alvarleika þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun.Skjáskot úr frétt„Eðli brota skipta ekki máli í þesus samhengi. Einfaldelga hvort einstaklingar hafa fengið sektir eða dóma, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þá er það þessi krafa að það hafi liðinn ákveðinn tími ef að brot eru ekki endurtekin og ef að sektir ná ekki ákveðinni fjárhæð,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. „Ég á mér líf hérna. Ég hef verið með konunni minni í sjö ár. Við trúlofuðum okkur fyrir stuttu. Maður er ekkert að fara. Mér líður vel á Íslandi,“ segir Audrius. Audrius óttast að ef ferlið taki of langan tíma verði hann sendur aftur til Lithaen og skipað að gegna þar herskyldu. „Maður þorir ekkert í helgarferð til t.d. Lithaen að kíkja á ömmu af ótta við að vera tekinn í herskyldu til að gegna henni. Það er leiðinlegt að búa við svona hræðslu,“ segir Audrius. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
23 ára Lithái sem hefur búið hér í 17 ár sótti um íslenskan ríkisborgararétt en var synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir endurtekin brot hafa áhrif á umsókn, óháð eðli og alvarleika brota. Audrius Sakalauskas hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun og lýkur nú meistaranámi. Hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fékk synjun fyrir stuttu. Að hans sögn var honum synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. „Þeir orðuðu þetta þannig að ég sé síendurtekinn afbrotamaður, en það er vegna umferðasekta sem ég fékk fyrir yfir þremur árum síðan. Þetta voru fyrstu árin, ég var 17 til 19 ára gamall. Ungur og vitlaus. Ég held að flestar sektir hjá mörgun séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ segir Audrius.Á heimasíðu Útlendingastofnunnar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að endurtekin brot hafi áhrif á umsókn og þá hafi eðli brota engin áhrif. Öll brot falli undir sama hatt óháð alvarleika þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun.Skjáskot úr frétt„Eðli brota skipta ekki máli í þesus samhengi. Einfaldelga hvort einstaklingar hafa fengið sektir eða dóma, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þá er það þessi krafa að það hafi liðinn ákveðinn tími ef að brot eru ekki endurtekin og ef að sektir ná ekki ákveðinni fjárhæð,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. „Ég á mér líf hérna. Ég hef verið með konunni minni í sjö ár. Við trúlofuðum okkur fyrir stuttu. Maður er ekkert að fara. Mér líður vel á Íslandi,“ segir Audrius. Audrius óttast að ef ferlið taki of langan tíma verði hann sendur aftur til Lithaen og skipað að gegna þar herskyldu. „Maður þorir ekkert í helgarferð til t.d. Lithaen að kíkja á ömmu af ótta við að vera tekinn í herskyldu til að gegna henni. Það er leiðinlegt að búa við svona hræðslu,“ segir Audrius.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira