Fyrirtækið sem átti að bjarga ímynd Sigmundar gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 09:58 Almannatengilinn Viðar Garðasson rak Forystu ehf. Vísir/valli Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30