Í fílabeinsturni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun