Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 10:40 Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. Vísir/AP Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018 Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41